Fréttir

Myndband: Woods á höggi undir pari
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 22:24

Myndband: Woods á höggi undir pari

Tiger Woods lék í dag fyrsta hringinn á BMW Championship mótinu á höggi undir pari. Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi er Woods jafn í 50. sæti, sex höggum á eftir efstu mönnum.

Woods hóf leik með látum í morgun en ekki var víst að hann myndi taka þátt í mótinu vegna meiðsla þar til hann staðfesti þátttöku sína á þriðjudaginn.

Eftir þrjá fugla á fyrstu fimm holunum hægði á sýningunni hjá Woods og bætti hann einungis við sig einum fugli á næstu 13 holum. Niðurstaðan 71 högg eða högg undir pari og er hann því í ágætum málum enn sem komið er.

Búið er að reikna út að Woods þurfi að enda í einu af 11 efstu sætunum í móti vikunnar til þess að komast í lokamót tímabilsins, TOUR Championship, þar sem hann hefur titil að verja. Hann þarf því að vinna sig upp töfluna næstu þrjá daga en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af niðurskurði þar sem enginn slíkur er á BMW mótinu.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld eru Justin Thomas og Jason Kokrak í forystu í mótinu. Nánar er hægt að lesa um hræðilega upphitun Thomas með því að smella hér.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.