Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Woods hermir eftir Na
Tiger Woods.
Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 09:41

Myndband: Woods hermir eftir Na

Þrátt fyrir að vera þekktur sem einn hægasti spilarinn á PGA mótaröðinni er Kevin Na jafnan sá fljótasti til að taka boltann sinn upp úr holu þegar hann púttar góð pútt.

Á 17. holunni á TPC Sawgrass átti Na um eins metra langt pútt eftir fyrir fugli sem hann var einstaklega fljótur að ná í þegar hann sá að boltinn var á leið í holu.

Woods gat ekki annað en hlegið þegar hann sá þessa tilburði hjá Na.

„Það leit út fyrir að hann myndi ná boltanum áður en hann færi í holu,“ sagði Woods eftir hringinn. „Hann þurfti að hægja aðeins á höndinni.“

„Mér datt í hug að grínast aðeins en ég þurfti að vera viss um að hitta á línuna fyrst.“

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)