Fréttir

Myndband: Woods lék aftur á höggi undir pari
Tiger Woods. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 17. ágúst 2019 kl. 10:14

Myndband: Woods lék aftur á höggi undir pari

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er á tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi á BMW meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Annan daginn í röð lék Woods á höggi undir pari þrátt fyrir að enda á tveimur skollum á síðustu þremur holunum í þetta skiptið. Woods er jafn í 48. sæti í mótinu, 10 höggum á eftir Hideki Matsuyama sem er í forystu.

Fyrir mót helgarinnar var Woods í 38. sæti á stigalista PGA mótaraðarinnar og var búið að reikna út að takist honum að enda í topp-11 á BMW meistaramótinu kemst hann á TOUR Championship mótið um næstu helgi þar sem 30 efstu á stigalistanum fá þátttökurétt.

„Ég þarf að eiga frábæra helgi og fá fullt af fuglum,“ sagði Woods eftir annan hringinn. „Ég þarf að skila inn hringjum í kringum 65 högg til þess að eiga möguleika á því [að komast inn á TOUR Championship].“

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Helstu tilþrif Woods á öðrum hringnum má sjá hér fyrir neðan: