Fréttir

Myndband: Woods líklega áfram eftir frábært pútt
Tiger Woods.
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 18:44

Myndband: Woods líklega áfram eftir frábært pútt

Tiger Woods er á höggi undir pari eftir tvo hringi á Genesis Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni.

Þegar fréttin er skrifuð er Woods jafn í 55. sæti og því nánast öruggt að hann komist áfram í gegnum niðurskurðinn þegar allir keppendur hafa lokið leik á öðrum hring.

Woods, sem hafði ekki náð sér alveg á strik á flötunum þegar kom að lokaholu annars hringsins, setti niður rúmlega 7 metra pútt á holunni fyrir fugli. Púttið gæti reynst ansi dýrmætt því ólíklegt þykir að hann hefði komist áfram ef það hefði ekki farið í holu.

Justin Thomas og Rory McIlroy, sem voru með Woods í holli fyrstu tvo hringina, eru báðir í toppbaráttunni. Thomas er á 12 höggum undir pari í efsta sæti og McIlroy í 6. sæti á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]