Fréttir

Myndband: Woods með nýjan pútter í pokanum
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 21:08

Myndband: Woods með nýjan pútter í pokanum

Tiger Woods er á meðal keppenda á PGA meistaramótinu sem hefst á morgun, fimmtudag. Um er að ræða fyrsta risamót ársins en Woods er í leit að 16. risatitlinum sínum.

Samkvæmt heimildum Golf Channel er Woods með nýjan pútter í pokanum í þessari viku en sá líkist gamla Cameron Newport 2 GSS sem hann notaði þegar hann vann fyrstu 14 risatitla sína.

Nýja pútterinn fékk Woods í fyrra fyrir Opna mótið á Royal Portrush vellinum og hefur hann æft með pútternum síðan þá.

Woods tók tvær púttæfingar á þriðjudaginn en spilaði ekki á TPC Harding Park þar sem mótið fer fram.

Hér fyrir neðan má sjá þegar sérfræðingarnir á Golf Channel ræddu um nýja pútterinn hjá Woods: