Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Zach Johnson hitti boltann í æfingasveiflunni
Zach Johnson.
Laugardagur 13. apríl 2019 kl. 10:00

Myndband: Zach Johnson hitti boltann í æfingasveiflunni

Það er verður að viðurkennast að fyrrum Masters sigurvegari, Zach Johnson, lenti í ansi skrautlegu atviki á öðrum hring Masters mótsins sem leikinn var í gær.

Á 13. teignum, eftir að hafa stillt boltanum upp á tíinu, tók Johnson æfingasveiflu með þeim afleiðingum að hann rakst í boltann. Boltinn skaust áfram, fram fyrir teigmerkin, og skiljanlega var Johnson brugðið og ekki viss hvað hann ætti að gera eins og sést í myndbandinu hér að neðan.

Blessunarlega þá hjálpuðu reglurnar honum í þetta skiptið. Reglurnar kveða á um það að rekist kylfingur óvart í boltann þegar boltinn er ekki kominn í leik þá má hann stilla boltanum aftur upp og slá höggið eins og ekkert hafi í skorist.

Johnson fékk svo fugl á holuna og er eftir tvo hringi jafn í 57. sæti á þremur höggum yfir pari.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)