Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndbönd: Hermir eftir nokkrum af bestu kylfingum heims
Jack Bartlett var með KR húfu í fyrsta myndbandinu sínu.
Þriðjudagur 4. desember 2018 kl. 18:12

Myndbönd: Hermir eftir nokkrum af bestu kylfingum heims

Englendingurinn Jack Bartlett hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Ástæða þess er hversu góður hann þykir að herma eftir töktum bestu kylfinga heims.

Bartlett birti fyrst myndband þann 8. nóvember þar sem hann lék Dustin Johnson. Athygli vekur að Bartlett er með KR húfu í myndbandinu en ekki er vitað hvernig húfan rataði alla leið til Englendingsins.

Síðan þá hefur hann leikið þá Keegan Bradley, Phil Mickelson og nú síðast Bubba Watson og virðist ekki skipta máli hvort kylfingurinn sé rétthentur eða örvhentur, svo góðar eru eftirhermurnar.

Myndbönd frá Bartlett má sjá hér fyrir neðan.

Dustin Johnson:

Keegan Bradley:

Phil Mickelson:

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Straight from the office to the match...#TheMatch #tigervsphil #jbimpersonates @philmickelson @tigerwoods

A post shared by Jack Bartlett (@jackbartlett18) on

Bubba Watson:

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

You’re welcome..@bubbawatson #urwelcome #jbimpersonates

A post shared by Jack Bartlett (@jackbartlett18) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is