Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndbönd: Tiger lék á 62 höggum
Tiger Woods. Mynd: golfsupport.nl
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 20:16

Myndbönd: Tiger lék á 62 höggum

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék í dag fyrsta hringinn á BMW Championship mótinu á 62 höggum eða 8 höggum undir pari og er jafn í efsta sæti. Woods lék á alls oddi á fyrstu holunum og var útlit fyrir að hann myndi komast undir 60 högg á tímabili.

Tiger hóf leik á 10. teig og fékk fugl strax á fyrstu holu. Á 12. og 13. holu bætti hann svo við sig tveimur fuglum áður en hann fékk frábæran örn á 16. holu.

Eftir 10 holur var Tiger svo kominn á 7 högg undir par. Þá fékk hann hins vegar 5 pör í röð en púttin duttu ekki niður á þeim kafla. Tiger fékk svo fugl á 7. holu, skolla á 8. holu og fugl á 9. holu sem var hans síðasta á hringnum.

Hápunkta hringsins hjá Woods má sjá hér fyrir neðan. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is