Fréttir

Náði sinni fyrstu holu í höggi á par 4 holu
Nicolas Colsaerts.
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 21:00

Náði sinni fyrstu holu í höggi á par 4 holu

Belginn Nicolas Colsaerts, sem hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og spilað í Ryder bikarnum, gerði sér lítið fyrir og náði langþráðum draumi þegar hann fór holu í höggi í dag. Það sem gerir afrekið enn merkilegra er að draumahöggið kom á par 4 holu.

Þrátt fyrir farsælan atvinnumannaferil hafði hinn 36 ára gamli Colsaerts ekki einu sinni farið holu í höggi þar til hann spilaði á Trump International vellinum í Dubai í dag.

Hinn högglangi Colsaerts birti myndband á Instagram í dag þar sem hann tók boltann úr holu og sagði fylgjendum sínum að góður félagi hans hefði einmitt sagt að fyrsti ásinn hans myndi koma á par 4 holu.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

1st ever hole in one today after playing golf for 30 years...and of course what else then on a par 4!😂

A post shared by Nico Colsaerts (@nicolascolsaerts) on

Colsaerts er staddur í Dubai þessa dagana til að hita upp fyrir fyrsta mót ársins á Evrópumótaröðinni sem fer fram í Abu Dhabi dagana 16.-19. janúar. Undirbúningurinn virðist ganga ágætlega miðað við afrek dagsins. 

Ísak Jasonarson
[email protected]