Fréttir

Naumt tap gegn Póllandi
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 24. september 2020 kl. 21:32

Naumt tap gegn Póllandi

Íslenska stúlknalandsliðið í golfi tapaði í dag gegn pólska landsliðinu á Evrópumóti áhugakylfinga sem er fram í Slóvakíu.

María Eir Guðjónsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir spiluðu saman í fjórmenningnum og unnu leikinn á 18. holu, 1/0. Í lokaleiknum tapaði Andrea Ásmundsdóttir 6/5.

Staðan var því 1-1 þegar Perla Sól Sigurbrandsdóttir fór með sinn leik alla leið á 18. holu. Þar fékk Perla par á meðan pólska stúlkan fékk fugl og tapaði Perla því leiknum 2/0 þrátt fyrir góða spilamennsku.

Ísland leikur í B-riðli eftir að hafa endað í 15. sæti í höggleiknum og leikur á morgun gegn Austurríki. Fari svo að liðið vinni þann leik keppa stúlkurnar um 13. sæti á laugardaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.