Fréttir

Nelly Korda efst fyrir lokahringinn í New York
Nelly Korda leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn í New York.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 16. október 2021 kl. 07:28

Nelly Korda efst fyrir lokahringinn í New York

Efsta kona heimslistans Nelly Korda lék annan hring Aramco Team Series á 66 höggum og er komin í forystu fyrir lokahringinn á samtals 9 höggum undir pari.

Alison Lee er önnur en hún lék á 67 höggum í gær og er samtals á 8 höggum undir pari. Hin 17 ára Pia Babnik, Danielle Kang og Lindsey Weaver eru svo jafnar á 7 höggum undir pari.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Það er því mikil spenna fyrir lokahringinn í kvöld á Glen Oaks vellinum í New York.

Staðan fyrir lokahringinn