Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Niall Horan: „Ég skalf eins og hrísla“
Niall Horan ásamt Rory McIlroy.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 13:00

Niall Horan: „Ég skalf eins og hrísla“

Fyrrverandi söngvar One Direction hljómsveitarinnar Niall Horan er mikill áhugamaður um golf og hefur hann oft sést fylgjast með stærstu mótum helstu mótaraða heims.

Horan er það mikill áhugamaður að árið 2016 stofnaði hann umboðsskrifstofu og eru þeir með nokkra golfara á sínum snærum. Fyrirtækir sem ber nafnið Modest! Golf Management er með kylfinga á borð við Connor Syme, Ewan Ferguson, Jack Singh Brar, írsku tvíburana Leonu og Lisu Maguire og Guido Migliozzi.

Sá síðastnefndi vann sitt fyrsta mót um helgina á Evrópumótaröð karla og var þetta einnig fyrsti sigur fyrir umboðsskrifstofu Horan. Horan hefur greinilega setið fastur við sjónvarpið um helgina því fljótlega eftir að Migliozzi fagnaði sigri sendi Horan frá sér skilaboð þar sem hann óskaði Migliozzi til hamingju með sigurinn og sagði einni að hann hefði skolfið eins og hrísla.

Migliozzi var snöggur að svara þar sem hann þakkaði Horan fyrir og sagði að hann hefði ekki getið gert þetta án hans.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)