Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic  Golf mótaröðin byrjar aftur á þriðjudaginn
Haraldur Franklín Magnús.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 08:00

Nordic Golf mótaröðin byrjar aftur á þriðjudaginn

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar verða í eldlínunni næstu daga á Spáni þegar Nordic Golf mótaröðin fer aftur af stað.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Framundan er vetrarhluti mótaraðarinnar sem fer fram á Spáni og hefst fyrsta mótið á morgun, þriðjudag.

Guðmundur Ágúst, Andri Þór og Haraldur Franklín léku allir á Nordic Golf mótaröðinni í fyrra og náði Guðmundur bestum árangri þegar hann endaði í 23. sæti á stigalistanum. Axel lék aftur á móti á Áskorendamótaröðinni en þar sem hann náði ekki að halda keppnisrétti sínum á þeirri mótaröð reynir hann aftur fyrir sér á Nordic í þetta skiptið.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni. Leiknir eru þrír hringir í mótinu sem ber heitið Mediter Real Estate Masters og fer fram á PGA Catalunya vellinum.


Axel Bóasson.


Andri Þór Björnsson.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)