Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Andri Þór á höggi undir pari
Andri Þór Björnsson
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 11:30

Nordic Golf: Andri Þór á höggi undir pari

Andri Þór Björnsson lék á 71 höggi á öðrum hring Tinderbox Charity Challenge mótsins. Mótið, sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni, fer fram í Danmörku og er leikið á Odense Eventyr Golf vellinum.

Hann hóf leik á 10. holu í dag og átti hann erfitt uppdráttar á fyrri níu holunum en þar fékk hann einn fugl, einn skolla og einn skramba. 

Á síðari níu holunum lék Andri aftur á móti frábært golf og tapaði hann ekki neinu höggi. Hann lék þær á þremur höggum undir pari og endaði því hringinn á einu höggi undir pari eða 71 höggi.

Andri er sem stendur jafn í 19. sæti á einu höggi undir pari en staðan gæti eitthvað breyst þar sem margir eiga enn eftir að ljúka leik. Hann kemst þó örugglega gegnum niðurskurðinn þar sem hann miðast við þá kylfinga sem eru á tveimur höggum yfir pari og betur.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson eru einnig á meðal keppenda. Þeir hafa enn ekki lokið leik en Guðmundur er á einu höggi undir pari eftir níu holur og Ólafur er á parinu eftir sex.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)