Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Andri Þór endaði í 16. sæti á Tinderbox Charity Challenge
Andri Þór Björnsson.
Föstudagur 14. september 2018 kl. 11:03

Nordic Golf: Andri Þór endaði í 16. sæti á Tinderbox Charity Challenge

Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson léku í dag lokahringinn á Tinderbox Charity Challenge mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Strákarnir höfðu allir komist í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum og voru í ágætum málum.

Andri Þór endaði efstur Íslendinganna á 3 höggum undir pari í heildina. Andri lék lokahringinn á 2 höggum undir pari og endaði mótið í 16. sæti sem er hans næst besti árangur á tímabilinu.


Skorkort Andra í mótinu.

Guðmundur Ágúst lék lokahringinn á höggi yfir pari og endaði á parinu í mótinu, jafn í 29. sæti. Ólafur Björn endaði í 43. sæti á 4 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)