Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Axel góður í Svíþjóð
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2019 kl. 18:31

Nordic Golf: Axel góður í Svíþjóð

Fyrsti hringur Barsebäck Resort Masters mótsins fór fram í dag á Nordic Golf mótaröðinni. Þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús eru á meðal keppenda. Haraldur lauk leik fyrr í dag og má lesa um hringinn hjá honum hérna en þeir Andri og Axel luku leik nú seinni partinn.

Skor voru fremur há og til marks um það þá voru aðeins átta kylfingar sem voru undir pari í dag. Axel var einn af þeim sem lék undir pari í dag en hann kom í hús á 72 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann var kominn þrjú högg undir par en fékk tvo skolla undir lokinn. Eftir daginn er Axel jafn í fimmta sæti.

Andri var á pari eftir 13 holur á hringnum í dag en fékk þá þrjá skolla á fjórum holum. Hann endaði hringinn því á 76 höggum, eða þremur höggum yfir pari, og er jafn í 34. sæti eftir daginn.

Annar hringur mótsins verður leikinn á morgun en fylgjast má með gangi mála hérna.


Andri Þór Björnsson.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)