Fréttir

Nordic Golf: Axel, Guðmundur og Haraldur hefja leik á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 14:50

Nordic Golf: Axel, Guðmundur og Haraldur hefja leik á morgun

Á morgun hefja þeir Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús leik á Åhus KGK ProAm mótinu en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Allir voru þeir á meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á sunnudaginn. Leikið er á Kristianstads Golfvellinum í Åhus í Svíþjóð.

Það er Haraldur sem ríður á vaðið af íslensku strákunum en hann á út klukkan 8:12 að staðartíma, sem er 6:12 að íslenskum tíma. Hann hefur leik á fyrstu holu.

Axel fylgist strax í kjölfarið á Haraldi en hann á út klukkan 8:24 (6:24) einnig af fyrsta teig.

Það er svo Íslandsmeistarinn sjálfur, Guðmundur Ágúst, sem rekur lestina en hann hefur ekki leik fyrr en 14:12 (12:12) og byrjar hann á 10. teig.

Hérna veðrur hægt að fylgjast með skori keppenda.