Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Axel meðal efstu manna
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 12:30

Nordic Golf: Axel meðal efstu manna

Annar hringur Barsebäck Resort Masters mótsins fer fram í dag og hafa nokkrir kylfingar lokið leik í dag. Þar á meðal er Axel Bóasson og er hann á meðal efstu manna eftir hring upp á 72 högg annan daginn í röð.

Hringurinn hjá Axel var nokkuð sveiflukenndur. Hann var kominn á fjögur högg yfir par um tíma en náði með frábærri spilamennsku að koma sér aftur niður á parið og fugl á lokaholunni kom honum á högg undir par.

Axel er samtals á tveimur höggum undir pari og er jafn í öðru sæti þegar fréttin er skrifuð. Margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik og getur því staðan eitthvað breyst.

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru einnig á meðal keppenda. Andri hefur lokið við 12 holur í dag og er á einu höggi yfir pari á meðan Haraldur er nýbyrjaður.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)