Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Axel og Haraldur báðir áfram og í toppbaráttunni
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 21:12

Nordic Golf: Axel og Haraldur báðir áfram og í toppbaráttunni

Annar hringur Barsebäck Resort Masters mótsins var leikinn í dag en þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín eru allir á meðal keppenda. Axel lauk leik fyrr í dag og er samtals á tveimur höggum undir pari. Nánar má lesa um hringinn hans hérna en hann er jafn í fimmta sæti.

Haraldur lék á 73 höggum í dag líkt og í gær. Hann er því samtals á parinu eftir fyrstu tvo hringina og dugar það honum í áttunda sætið ásamt fleirum. 

Andri náði sér ekki á strik í dag. Hann var í ágætis málum eftir 12 holur á hringnum í dag en þá komu þrír skollar í röð. Andri endaði því hringinn á 77 höggum og er samtals á sjö höggum yfir pari, einu höggi frá því að komast áfram.

Þriðji og lokahringur mótsins verður leikinn á morgun en hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)