Fréttir

Nordic Golf: Fjórir Íslendingar hefja leik á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 kl. 20:36

Nordic Golf: Fjórir Íslendingar hefja leik á morgun

Fjórir íslenskir kylfingar hefja á morgun leik á Masters of the Monster Match Play mótinu en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Kylfingarnir eru þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Þetta er fyrsta mótið á mótaröðinni í rétt um tvö mánuði en fjögur mót fóru fram í febrúar. Þau mót voru hluti af svokallaðari vetrarmótaröð.

Mótið er ekki með hefðbundnu sniði en fyrsta umferðin er holukeppni þar sem 72 kylfingar hefja leik. 36 kylfingar komast áfram yfir í aðra umferð og verður þá leikinn höggleikur þar sem 12 kylfingar komast áfram. Þriðja umferðin er höggleikur og komast fjórir kylfingar áfram úr henni og að lokum er fjórð umferðin höggleikur þar sem leikið er um sigurinn. Upplýsingar um fyrirkomulag mótsins má finna hérna.

Allir hefja þeir leik á fyrsta teig. Það er Axel sem ríður á vaðið af strákunum. Hann á út klukkan 7:54 á fyrsta teig að staðartíma, sem er 5:54 að íslenskum tíma. Guðmundur, sem sigraði á fyrsta móti ársins á Nordic Golf mótaröðinni, fylgir í kjölfarið klukkan 8:39 að staðartíma. Andri Þór á rástíma klukkan 9:42 að staðartíma og að lokum byrjar Haraldur Franklín klukkan 10:27 að staðartíma.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.

Rúnar Arnórsson
[email protected]