Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst á 70 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Miðvikudagur 19. september 2018 kl. 10:34

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst á 70 höggum

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf í dag leik á Harboe Open mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Guðmundur lék fyrsta hring mótsins á 2 höggum undir pari og er jafn í 12. sæti þegar rúmlega helmingur keppenda hefur hafið leik.

Hann fékk fjóra fugla og tvo skolla á hring dagsins, lék par 3 holurnar samtals á pari en var undir pari bæði á par 4 og 5 holum vallarins.

Alls komast 45 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurð eftir tvo hringi. Leiknir eru þrír hringir í mótinu sem lýkur á fimmtudaginn.

Fyrir mótið er Guðmundur í 22. sæti stigalistans en framundan eru lokamót tímabilsins þar sem á endanum 5 efstu keppendurnir tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)