Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst í 2. sæti fyrir lokadaginn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 14. júní 2018 kl. 07:00

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst í 2. sæti fyrir lokadaginn

Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru báðir meðal keppenda á Twelve Championship mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Mótið hófst í gær, miðvikudag, og voru þá leiknir tveir 12 holu hringir áður en skorið var niður. 30 efstu kylfingarnir komust þá áfram og voru íslensku kylfingarnir báðir á meðal efstu manna.

Guðmundur Ágúst er jafn í 2. sæti á 3 höggum undir pari. Hann lék fyrstu 12 holurnar á 5 höggum undir pari en þær seinni á 2 höggum yfir pari. Haraldur er svo í 10. sæti á parinu.

Lokadagur mótsins fer fram í dag og er fyrirkomulag mótsins með þeim hætti að 12 kylfingar komast áfram eftir næstu 12 holur og því næst komast 4 kylfingar áfram eftir seinni 12 holurnar. Þeir fjórir kylfingar sem komast áfram seint í dag leika svo 6 holur og stendur þá einn kylfingur uppi sem sigurvegari.

Íslenskum kylfingum hefur áður gengið vel í þessu móti en í fyrra fagnaði Axel Bóasson sigri. Hann átti svo eftir að enda tímabilið í efsta sæti stigalistans.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Haraldur Franklín Magnús.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)