Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst jafn á toppnum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 19:04

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst jafn á toppnum

Fyrsti hringur Svea Leasing Open mótsins fór fram í dag á Nordic Golf mótaröðinni. Fimm íslenskir kylfingar eru meðal keppenda í mótinu og er Guðmundur Ágúst Kristjánsson efstur þeirra.

Guðmundur er jafn tveimur Svíum í efsta sæti mótsins á 6 höggum undir pari eftir að hafa fengið átta fugla á hring dagsins. Guðmundur hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og takist honum að sigra á móti vikunnar öðlast hann þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Andri Þór Björnsson lék næst best af íslenska hópnum þegar hann kom inn á pari. Axel Bóasson lék höggi verr.

Haraldur Franklín lék fyrsta hringinn á 2 höggum yfir pari og þá var Aron Bergsson á fjórum höggum yfir pari.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun, fimmtudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.