Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á Fjallbacka Open
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Laugardagur 19. maí 2018 kl. 07:00

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á Fjallbacka Open

Annar hringur Fjallbacka Open mótsins fór fram í gær en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinnni. Íslensku kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson voru allir meðal keppenda en þeir eru með fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Guðmundur var sá eini sem komst áfram að tveimur hringjum loknum en hann er samtals á 4 höggum undir pari og jafn í 10. sæti í mótinu.

Haraldur Franklín lék samtals á 2 höggum yfir pari og var einu höggi frá því að komast áfram á meðan Andri Þór lék samtals á 4 höggum yfir pari og var því þremur höggum frá öruggu sæti á lokahringnum.

Lokahringur mótsins fer fram í dag, laugardag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)