Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst lék á fjórum höggum undir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 16:58

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst lék á fjórum höggum undir pari

Annar hringur á Tinderbox Charity Challenge mótinu var leikinn í dag en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson eru á meðal keppenda og að loknum tveimur hringjum komust þeir allir í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Ágúst átti frábæran hring í dag en hann kom í hús á fjórum höggum undir pari og er því samtals á einu höggi undir pari. Guðmundur hóf leik á 10. holu í dag og lék fyrri 9 holurnar á einu höggi undir pari þar sem hann fékk tvo fugla, einn skolla og restin pör. Á seinni 9 holunum bætti hann um betur og fékk þrjá fugla og restin pör. Hann er ásamt Andra Þór jafn í 21. sæti á einu höggi undir pari en nánar má lesa um hring Andra hér.

Ólafur Björn lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari líkt og fyrsta hringinn. Á fyrri 9 holunum fékk Ólafur tvo fugla, tvo skolla og restin pör. Hann fékk svo pör á holum 10 til 15 en fékk skolla á 16 holu og lauk því leik á einu höggi yfir pari og er samtals á tveimur höggum yfir pari. Ólafur komst naumlega í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við þá sem voru á tveimur höggum yfir pari eða betur. 

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)