Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst sá eini sem komst áfram
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 16:49

Nordic Golf: Guðmundur Ágúst sá eini sem komst áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst í dag áfram í gegnum niðurskurðinn á Parnu Bay Golf Links Challenge sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni. Guðmundur var sá eini sem komst áfram af fjórum íslenskum kylfingum sem hófu leik í mótinu.

Guðmundur er jafn í 15. sæti að tveimur hringjum loknum á 4 höggum undir pari í heildina. Hann lék annan hringinn á 3 höggum undir pari og fór upp um 18 sæti fyrir vikið. GR-ingurinn verður því vonandi í toppbaráttunni á morgun þegar lokahringur mótsins fer fram.


Skorkort Guðmundar.

Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson tóku allir þátt í mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 45 efstu kylfingana eftir tvo hringi. Andri lék á þremur höggum yfir pari, Ólafur á 4 höggum yfir pari og Haraldur á 5 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)