Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur efstur fyrir lokahringinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 17:20

Nordic Golf: Guðmundur efstur fyrir lokahringinn

Það er Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er í forystu fyrir lokahring PGA Championship mótsins á Nordic Golf mótaröðinni en mótið fer fram í Svíþjóð. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús er einnig á meðal efstu manna fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun.

Guðmundur er búinn að leika báða hringi mótsins á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari, og er hann því samtals á átta höggum undir pari. Á hringnum í dag fékk Guðmundur fimm fugla, þar af þrjá á síðustu fjórum holunum, einn skolla og restina pör.

Andri Þór lék einnig vel í dag en hann kom í hús á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann er jafn í sjöunda sæti á samtals fimm höggum undir pari. Haraldur er svo tveimur höggum á eftir Andra, á þremur höggum undir pari. Hann lék á 70 höggum í dag, eða einu höggi undir pari.

Þeir Aron og Axel enduðu báðir á samtals fjórum höggum yfir pari og því þremur höggum frá því að komast áfram. Aron lék á 77 höggum í dag, eða sex högum yfir pari á meðan Axel kom í hús á 73 höggum, líkt og í gær.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Andri Þór Björnsson.


Haraldur Franklín Magnús.