Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur endaði í 10. sæti á Harboe Open
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Föstudagur 21. september 2018 kl. 12:08

Nordic Golf: Guðmundur endaði í 10. sæti á Harboe Open

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 10. sæti á Harboe Open mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni dagana 19.-21. september.

Guðmundur lék samtals á 5 höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið þriðja og síðasta hringinn á höggi yfir pari.

Skorkort Guðmundar í mótinu má sjá hér fyrir neðan.

Gustav Adell stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 10 höggum undir pari, fimm höggum á undan Guðmundi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Eftir mót vikunnar eru fjögur mót eftir af tímabilinu sem klárast 11.-13. október þegar Tourfinalen, lokamótið, fer fram.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)