Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur endaði í 7. sæti í Eistlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 11:51

Nordic Golf: Guðmundur endaði í 7. sæti í Eistlandi

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í dag í 7. sæti á Parnu Bay mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni í Eistlandi.

Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá samtals á 7 höggum undir pari og vann sig upp um 8 sæti á lokahringnum þegar hann kom inn á 3 höggum undir pari.

Eftir flottar vikur er Guðmundur kominn upp í 26. sæti á stigalistanum en 5 efstu kylfingarnir í lok tímabilsins öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári.

Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson hófu allir leik í mótinu en komust ekki áfram að tveimur hringjum loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)