Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur lék á 64 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 15:06

Nordic Golf: Guðmundur lék á 64 höggum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er jafn í 6. sæti fyrir lokahringinn á PGA Catalunya Resort meistaramótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni. Leikið er á PGA Catalunya svæðinu sem er nálægt Barselóna á Spáni.

Guðmundur er á 7 höggum undir pari eftir tvo hringi en hann lék á 64 höggum eða 6 höggum undir pari í dag. Alls fékk GR-ingurinn sex fugla og tapaði ekki höggi.

Guðmundur virðist kunna vel við sig á PGA Catalunya svæðinu en hann sigraði á sínu fyrsta Nordic Golf móti á því svæði fyrir rúmu ári síðan. Á morgun hefur hann lokahringinn tveimur höggum á eftir efsta manni.

Auk Guðmundar komust þeir Bjarki Pétursson (-4) og Andri Þór Björnsson (-1) í gegnum niðurskurðinn. Rúnar Arnórsson, Haraldur Franklín Magnús og Ragnar Már Garðarsson eru hins vegar úr leik.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.