Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Guðmundur og Haraldur enduðu jafnir í 15. sæti
Haraldur Franklín Magnús.
Sunnudagur 10. júní 2018 kl. 12:02

Nordic Golf: Guðmundur og Haraldur enduðu jafnir í 15. sæti

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson enduðu jafnir í 15. sæti á PGA Championship mótinu sem fór fram á Österlens golfvellinum í Svíþjóð á Nordic Golf mótaröðinni. Mótið hófst á föstudaginn og lauk í dag, sunnudag, en leiknar voru 54 holur í mótinu.

Íslensku kylfingarnir léku báðir á 3 höggum undir pari í mótinu og enduðu sem fyrr segir í 15. sæti. Alls léku 156 kylfingar í mótinu og komust einungis 45 efstu keppendurnir áfram að tveimur hringjum loknum.


Skorkort Haralds og Guðmundar í mótinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)