Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Haraldur endaði á einu höggi yfir pari
Haraldur Franklín Magnús.
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 12:00

Nordic Golf: Haraldur endaði á einu höggi yfir pari

Haraldur Franklín Magnús lauk leik á Elisefarm Open mótinu á Nordic Golf mótaröðinni fyrr í dag. Lokahringinn lék Haraldur á tveimur höggum yfir pari og endaði því á samtals einu höggi yfir pari. 

Fyrir daginn var Haraldur á einu höggi undir pari en hringur upp á 69 högg (-3) í gær fleytti honum örugglega í gegnum niðurskurðinn. Haraldur hefur verið í miklu arnar stuði á mótinu en á síðustu tveimur hringjunum fékk hann þrjá erni.

Á hringnum í dag fékk Haraldur einn örn, tvo fugla, þrjá skolla og einn þrefaldan skolla. Hann kom því í hús á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og lauk leik jafn í 29. sæti. 

Það var Svíinn Mikael Lindberg sem bar sigur úr býtum en hann endaði á 11 höggum undir pari.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)