Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Haraldur endaði í 7. sæti á Twelve Championship
Haraldur Franklín Magnús.
Fimmtudagur 14. júní 2018 kl. 19:02

Nordic Golf: Haraldur endaði í 7. sæti á Twelve Championship

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson luku í dag leik á Twelve Championship mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni. 

GR-ingarnir náðu báðum flottum árangri í mótinu en leikið var með óhefðbundnum hætti. Leiknir voru fjórir 12 holu hringir á tveimur dögum og var keppendahópurinn reglulega skorinn niður. Að fjórum hringjum loknum léku 4 efstu keppendurnir (að auki þeirra sem enduðu jafnir í 4. sæti) svo til úrslita og voru þá leiknar 6 holur í viðbót.

Haraldur komst áfram á fjórða hringinn en féll þá úr leik. Hann endaði í 7. sæti á 2 höggum yfir pari sem er hans besti árangur á tímabilinu. Guðmundur Ágúst lék sömuleiðis vel en hann féll úr leik eftir þrjá hringi og endaði í 16. sæti.

Daninn Christian Gloet fagnaði sigri í mótinu á höggi undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)