Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Haraldur og Kristófer hefja leik á morgun
Haraldur Franklín Magnús.
Þriðjudagur 21. maí 2019 kl. 22:00

Nordic Golf: Haraldur og Kristófer hefja leik á morgun

Þeir Haraldur Franklín Magnús og Kristófer Orri Þórðarson hefja á morgun leik á Elisefarm Open mótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Leikið er á Elisefarm vellinum í Svíþjóð.

Báðir eiga þeir út eftir hádegi en Haraldur hefur leik klukkan 13:50 að staðartíma, sem er 11:50 að íslenskum tíma. Með honum í holli eru þeir Alex Wrigley og Christopher Sahlström.

Kristófer Orri er enn áhugamaður og á hann út klukkan 14:50 af 10. teig. Með honum í holli eru þeir Kristian Rønn Skorstengaard og Lukas Hafström.

Hérna verður hægt að fylgjast með gangi mála.


Kristófer Orri Þórðarson.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)