Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Slæmur endir hjá Haraldi | Erfiður dagur hjá Kristófer
Haraldur Franklín Magnús.
Miðvikudagur 22. maí 2019 kl. 18:31

Nordic Golf: Slæmur endir hjá Haraldi | Erfiður dagur hjá Kristófer

Fyrsti hringur Elisefarm Open mótsins á Nordic Golf mótaröðinni var leikinn í dag en tveir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda. Íslendingarnir eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Kristófer Orri Þórðarson.

Haraldur hóf leik á 10. holu og var að leika ágætis golf framan af en eftir 16 holur var hann á höggi undir pari. Hann fékk aftur á móti skolla og skramba á 16. og 18. holunni. Hringinn lék hann því á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari, og er eftir daginn jafn í 53. sæti.

Líkt og Haraldur hóf Kristófer leik á 10. holu. Hann lék fyrri níu holurnar á þremur yfir pari og þær síðari á tveimur yfir. Hringinn endaði hann því á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Kristófer er jafn í 104. sæti eftir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)