Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 28. febrúar 2019 kl. 08:00

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik á morgun

Lokamót vetrarmótaraðar Norid Golf mótaraðarinnar hefsta á morgun. Mótið ber heitið SGT Winter Series Lumine Lakes Open. Líkt og mótið sem kláraðist á þriðjudaginn þá er leikið á Lumine svæðinu og er leikið á Hills vellinum og Lakes vellinum. Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda eins og í vikunni.

Kylfingarnir eru þeir Aron Bergsson, sem er búsettur í Svíþjóð, Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Þeir Aron, Axel, Guðmundur og Haraldur leika allir á Hills vellinum og byrja þeir ýmist á 1. eða 10. teig. Guðmundur fer fyrstur af stað klukkan 9:40 að staðartíma á 10. teig, sem er 8:40 að íslenskum tíma. Haraldur byrjar einnig á 10. teig 10 mínútum á eftir Guðmundur klukkan 9:50 (8:50), Aron byrjar svo klukkan 10:00 (9:00) á fyrsta teig og að lokum byrjar Axel klukkan 10:10 (9:10) á 10. teig.

Andri er svo eini sem hefur leik á Lakes vellinum. Andri fer af stað klukkan 9:20 (8:20), og byrjar hann á fyrsta teig.

Hægt verður að fylgjast með gengi strákanna hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)