Fréttir

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik í Esbjerg á morgun
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 10:53

Nordic Golf: Strákarnir hefja leik í Esbjerg á morgun

Næsta mót Nordic Golf mótaraðarinnar hefsta á morgun en þá fer Esbjerg Open mótið fram. Líkt og nafnið gefur til kynna fer mótið fram í Esbjerg í Danmörku en fjórir Íslendingar eru á meðal keppenda.

Það eru þeir Andri Þór Björnsson, GR, Aron Bergsson, sem leikur undir merkjum sænska golfklúbbsins St. Jörgen Park, Axel Bóasson, GK, og að lokum Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín hefur leik fyrstur af íslensku strákunum. Hann byrjar á fyrsta teig og byrjar klukkan 11:40 að staðartíma, sem er 9:40 að íslenskum tíma. Axel byrjar einnig á fyrsta teig og á hann út klukkan 12:10 (10:10).

Þeir Andri og Aron hefja báðir leik á 10. teig og eru þeir í tveimur síðustu hollunum. Aron byrjar klukkan 12:30 (10:30) á meðan Andri byrjar klukkan 12:40 (10:40)

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.