Fréttir

Nordic Golf: Þrír af fjórum komust áfram
Axel Bóasson.
Fimmtudagur 25. apríl 2019 kl. 15:48

Nordic Golf: Þrír af fjórum komust áfram

Þrír af þeim fjórum Íslendingum sem hófu leik á Masters of the Monsters Match Play mótinu í dag komust áfram í 36-manna úrslit. Mótið, sem er liður af Nordic Golf mótaröðinni, fer fram í Þýskalandi og er leikið á Green Eagle vellinum.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tryggðu sér allir áfram í 36-manna úrslit í morgun. Andri Þór Björnsson tapaði aftur á móti sínum leik og er því úr leik.

72 kylfingar hóf leik í dag og var leikinn holukeppni og komust því 36 kylfingar áfram. Þessum 36 kylfingum er síðan skipt í 12 þriggja manna holl og er þá leikinn höggleikur. Enginn af íslensku strákunum lentu saman í riðli en umferðin verður leikin í fyrramálið. Efsti maðurinn úr hverjum riðli kemst svo í 12-manna úrslit.

Þriðja umferðin verður leikinn seinni partinn á morgun og er þá þessum 12 kylfingum skipt í fjögur þriggja manna holl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram. Þá standa fjórir kylfingar eftir og leika þeir um sigurinn á laugardaginn. 

Hérna má fylgjast með gangi máli en 36 holur verða leiknar á morgun.

Rúnar Arnórsson
[email protected]