Fréttir

Nordic Golf: Þrír Íslendingar í gegnum niðurskurðinn
Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 17:10

Nordic Golf: Þrír Íslendingar í gegnum niðurskurðinn

Þrír Íslendingar komust í gegnum niðurskurðinn á PGA Catalunya Resort meistaramótinu sem fram fer á Nordic Golf mótaröðinni. Leikið er á tveimur völlum, Stadium vellinum og Tour vellinum.

Eins og greint var frá fyrr í dag þá lék Guðmundur Ágúst Kristjánsson á 64 höggum á öðrum hring mótsins en hann lék á Tour vellinum. Hann er samtals á sjö höggum undir pari og jafn í sjötta sæti fyrir lokadeginn, tveimur höggum á eftir efsta manni.

Bjarki Pétursson lék einnig á Tour vellinum og kom hann í hús á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Á hringnum fékk Bjarki fjóra fugla, einn skolla og restina pör. Fyrir lokadaginn er Bjarki jafn í 13. sæti á samtals fjórum höggum undir pari.

Andri Þór Björnsson lék aftur á móti á Stadium vellinum og lék hann á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari. Hann fékk tvo fugla á hringnum í dag en á móti fékk hann fjóra skolla. Andri er jafn í 34. sæti

Lokadagur mótsins fer fram á morgun og leika þá allir kylfingar á Stadium vellinum. Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.