Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Norman vonar að athyglin verði ekki öll á Tiger
Tiger Woods og Greg Norman.
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 08:00

Norman vonar að athyglin verði ekki öll á Tiger

Fyrrum besti kylfingur heims, Greg Norman, var gestur í hlaðvarpi Yahoo Finance Sportsbook á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um Tiger Woods.

Norman var ánægður að sjá Woods aftur í baráttu um sigur en sagðist hræddur um að hann myndi stela athyglinni frá öðrum líkt og hann gerði þegar hann var upp á sitt besta.

„Ég tel að hann sé búinn að gera frábærlega úr þeirri stöðu sem hann var í fyrir ári síðan,“ sagði Norman. „Hann gerði allt rétt, stóð upp og vann. Það er gott fyrir hann, engin spurning. Það er gott fyrir golfið, engin spurning.

Ég vona að þeir setji samt ekki öll eggin í sömu körfuna aftur og einblíni of mikið á Tiger og gleymi öllum frábæru hæfileikunum sem eru til staðar jafnvel frá Kóreu, Japan, Suður-Afríku og Ástralíu. Það er ótrúlega mikið af hæfileikaríkum kylfingum að koma upp um allan heim og mér fyndist það synd ef þeir fengu enga athygli vegna Tiger.“

Aðspurður í hlaðvarpinu hver væri uppáhalds kylfingurinn hans golfinu í dag sagði hann að Rory McIlroy, Dustin Johnson, Brooks Koepka, Francesco Molinari og Jordan Spieth kæmu allir til greina.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)