Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Nú hefur því verið svarað hvað íslenskir kylfingar slá langt
Axel Bóasson.
Fimmtudagur 11. apríl 2019 kl. 21:02

Nú hefur því verið svarað hvað íslenskir kylfingar slá langt

Birgir Björnsson, eigandi Golfkylfur.is og kylfusmiður í Hraunkoti, hefur nú um nokkurra ára skeið verið fremsti kylfusmiður okkar Íslendinga.

Fjölmargir kylfingar hafa nýtt sér mælingaþjónustu sem Golfkylfur.is bjóða upp á. Þannig hefur orðið til stór gagnabanki yfir þúsundir högga sem slegin hafa verið af hundruðum kylfinga. Mælitækið sem Golfkylfur.is notast við er GC Quad frá Foresight Sports sem er einn nákvæmasti höggnemi sem völ er á.

Nýlega tók Birgir saman upplýsingar um högglengd íslenskra kylfinga sem hann hefur aflað sér undanfarin ár. Hér fyrir neðan má sjá, í fyrsta sinn, hve langt íslenskir kylfingar slá teighögg sín, með dræver. Niðurstöðurnar eru bæði áhugaverðar og fræðandi ásamt því að þær koma um margt á óvart. Nú getur fólk séð, svart á hvítu, hvar það stendur miðað við sína forgjöf. Í framhaldinu getur fólk pantað tíma í mælingu til þess að tryggja það að réttur dræver sé í pokanum.

Til að mynda þá slær kvenmaður með forgjöf á bilinu 10-15 að meðaltali rétt um 140 metra með rúlli á meðan karlmaður í sama forgjafaflokki slær um það bil 185 metra.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)