Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía alveg við niðurskurðarlínuna
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 21:30

Ólafía alveg við niðurskurðarlínuna

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er búin með tvo hringi á Symetra Classic mótinu sem fram fer á Symetra mótaröðinni í golfi. Eftir hringina tvo er Ólafía á 5 höggum yfir pari og alveg við niðurskurðarlínuna í mótinu.

Ólafía var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri hringinn en hún hóf leik á 10. teig í dag. Alls fékk hún sex skolla og þrjá fugla á hring dagsins en skolli á 9. holu, hennar síðustu í dag, gæti reynst henni dýrkeyptur.


Skorkort Ólafíu.

Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 60. sæti og á öllum líkindum á leið í gegnum niðurskurðinn. Kylfingur mun fylgjast með því næstu klukkutíma þegar síðustu kylfingarnir koma inn hvort Ólafía komist áfram og greina frá því þegar það er ljóst.

Uppfært:

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn og er í 57. sæti fyrir lokahring mótsins sem fer fram á morgun, föstudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)