Fréttir

Ólafía fór ekki vel af stað á Opna skoska
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 26. júlí 2018 kl. 13:31

Ólafía fór ekki vel af stað á Opna skoska

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á Opna skoska mótinu sem fram fer í Aberdeen og er hluti af LPGA- og Evrópumótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hring mótsins á sex höggum yfir pari og náði aldrei að sýna sitt rétta andlit á hringnum. Hún fékk alls 7 skolla og einungis einn fugl í dag. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Ólafía er þessa stundina jöfn í 125. sæti af 156 keppendum en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Þeirra á meðal er Valdís Þóra Jónsdóttir sem fer af stað klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]