Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía gaf eftir á lokaholunum | Endaði jöfn í 50. sæti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Sunnudagur 23. september 2018 kl. 12:48

Ólafía gaf eftir á lokaholunum | Endaði jöfn í 50. sæti

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 50. sæti á móti vikunnar á LET mótaröðinni, Estrella Damm Ladies Open sem fór fram í Sitges dagana 20.-23. september.

Ólafía lék í dag lokahringinn á pari vallarins en hún var komin á 3 högg undir par þegar 7 holur voru eftir af mótinu og þá jöfn í 34. sæti. Þá fékk hún þrjá skolla á síðustu holunum og fór niður um 16 sæti.

Mótið um helgina var fjórða mót Ólafíu á tímabilinu á LET mótaröðinni en hún hefur einbeitt sér að LPGA mótaröðinni. Fyrir mótið var hún í 79. sæti stigalistans og má gera ráð fyrir því að hún fari upp um nokkur sæti þegar listinn verður uppfærður á mánudaginn.

Lokaholurnar eru nú framundan hjá efstu kylfingum mótsins. Anne Van Dam er með örugga forystu á toppnum á 25 höggum undir pari eftir hreint út sagt magnaða frammistöðu síðustu daga.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)