Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía hefur leik á LPGA í kvöld
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 15:14

Ólafía hefur leik á LPGA í kvöld

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur seinna í dag leik á Pure Silk Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía fékk boð í mótið fyrir skömmu og er þetta hennar fyrsta mót á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili.

Mótið fer fram í Virginíu ríki í Bandaríkjunum og á Ólafía rástíma klukkan 14:05 að staðartíma eða klukkan 18:05 á íslenskum tíma.

Með Ólafíu í ráshóp eru hin bandaríska Lee Lopez og Robyn Choi frá Ástralíu.

Hér má fylgjast með gangi mála.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)