Fréttir

Ólafía jöfn í 20. sæti eftir fyrsta hringinn á Marathon Classic
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 08:00

Ólafía jöfn í 20. sæti eftir fyrsta hringinn á Marathon Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék fyrsta hringinn á Marathon Classic mótinu á 3 höggum undir pari og er jöfn í 20. sæti í mótinu. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía fékk alls sex fugla á fyrsta hringnum en slæmur kafli á 10.-12. holu komu í veg fyrir að hún spilaði á enn lægra skori.

Ólafía er einungis fjórum höggum á eftir þeim Alena Sharp og Youngin Chin sem eru í forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á 7 höggum undir pari.

Annar hringur mótsins fer fram í dag, föstudag, og verður skorið niður í mótinu eftir þann hring. Niðurskurðarlínan verður líklega í kringum parið.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640