Fréttir

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 23:30

Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var rétt í þessu að ljúka við annan hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék hringinn á fjórum höggum yfir pari sem rétt nægði til að koma henni í gegnum niðurskurðinn.

Hringinn í gær lék Ólafía á þremur höggum undir pari og var hún því í góðum málum fyrir annan hringinn. Í dag hóf hún leik á 10. holu og lék fyrri 9 holurnar á einu höggi yfir pari eftir að hafa fengið skolla á 11. holu. Seinni 9 holurnar lék Ólafía svo á þremur höggum yfir pari þar sem hún fékk fjóra skolla og einn fugl. Eftir tvo hringi er Ólafía því á einu höggi yfir pari.

Niðurskurðurinn miðaðist við þær sem voru á einu höggi yfir pari eða betur og komst Ólafía því naumlega í gegnum niðurskurðinn. Þetta er fimmta mótið á LPGA mótaröðinni sem Ólafía tekur þátt í á þessu tímabili en fyrsta mótið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu. 

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640