Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía leikur í Kanada í vikunni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Þriðjudagur 21. ágúst 2018 kl. 14:00

Ólafía leikur í Kanada í vikunni

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er skráð til leiks í næsta mót á LPGA mótaröðinni sem fer fram í Kanada dagana 23.-26. ágúst.

Mótið ber heitið CP Women's Open og eru að venju flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda.

Ólafía hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á tímabilinu til þessa en hún er í 137. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Hún þarf því sárlega á góðum árangri að halda á næstu vikum til þess að halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni en 100 efstu í lok tímabils gera það.

Í fyrra lék Ólafía í þessu sama móti. Þá komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn en hún lék á 6 höggum yfir pari. Vonandi hefur hún lært af þeirri reynslu.

Sung Hyun Park hefur titil að verja í mótinu. Hún hafði betur gegn Mirim Lee og Shanshan Feng á lokakaflanum í fyrra þegar hún lék á 13 höggum undir pari.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is