Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía snýr aftur á LPGA mótaröðina
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Miðvikudagur 15. ágúst 2018 kl. 17:00

Ólafía snýr aftur á LPGA mótaröðina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, snýr aftur til leiks á LPGA mótaröðinni á morgun þegar að Indy Women in Tech meistaramótið hefst. Þetta verður fyrsta mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni síðan í lok júlí þegar að hún lék á Opna skoska mótinu.

Hún hefur leik á morgun klukkan 12:37 að staðartíma sem er 16:37 að íslenskum tíma en mótið fer fram í Indíana fylki. Með henni í holli eru þær Brittany Marchand og Mel Reid.

Eins og staðan er í dag þá er Ólafía í 135. sæti á stigalista mótaraðarinnar og þarf því nauðsynlega á góðum úrslitum að halda þar sem 100 efstu halda þátttökurétti sínum á næsta ári.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.