Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 18:13

Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Volvik Championship mótinu á LPGA mótaröðinni, sem fram fer í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Ólafía átti fínan hring í dag og kom í hús á 71. höggi eða einu höggi undir pari.

Hringurinn hjá Ólafíu einkenndist af miklum stöðugleika en hún hóf leik á 1. holu og fékk 8 pör í röð áður en fyrsti fuglinn kom á 9. holunni. Hún lék svo næstu fjórar holur á parinu en fékk annan fugl dagsins á 14. holu og var þá komin á tvö högg undir par.

Skolli á 16. holunni kom Ólafíu hins vegar aftur á eitt högg undir par. Hún fékk svo par á tveimur síðustu holunum og kom því í hús á einu höggi undir pari.

Eins og staðan er núna er Ólafía jöfn í 34. sæti en þónokkuð margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)